laugardagur, 13. október 2007

auglýsing sem lo

Ég kláraði loksins matreiðslubók mömmunnar. Matreiðslubók mömmunnar er swapp sem ég er með í en við erum 9 saman og erum að skipuleggja eina viku í mat hver og gefum svo hvor annarri eintak af okkar viku og fáum 8 mismunandi skipulagðar vikur til baka. Öll eintökin eru með innkaupalista fyrir vikuna og 7 uppskriftir fyrir vikuna. Allt skrappað á A4 blöð. Þetta tók miklu meiri tíma en ég gerði ráð fyrir og er ég búin að vera að vinna þetta síðan í sumar. En ég er rosalega ánægð með útkomuna og ætla að smella myndum af þessu seinna í dag og setja inn.

En þar sem ég er búin með þetta stóra verkefni gerði ég 12*12 síðu með góðri samvisku í gærkvöldi. Helgaráskorunin er sú að nota eitthvað úr fréttablaðinu sem lo og fann ég þessa auglýsingu í gær:
Síðan sem ég gerði lítur svo svona út:

Jói minn átti erfitt með að sjá að ég hefði notað auglýsingu sem lo en:
Auglýsingin - síðan
Blöðrurnar - blómin
bíllinn - myndirnar
Titillinn vinstra megin - titillinn hægra megin
Texti - journal
IH merkið - ártalið 2007
Ég átti í smá basli með að finna pp fyrir þetta. Ég reyndi til dæmis mikið að finna pp sem myndi passa undir ártalið í sama lit og blómin en það kom frekar asnalega út.
Efnið sem ég notaði er annars:
Pp - bazzill og decorative cardstock
Blóm - embossuð Prima
Titill - making memories rub-ons (beach black)
journal -handskrifað
brads - keypt í Skrappa.is (man ekki hvaða merki)

mánudagur, 8. október 2007

Alþjóðlegur kortadagur 6. október

Ég komst í rosalegan kortagír enda mikið spjallað um kort á vefnum í tilefni kortadagsins. Á scrapbook.is voru þrjár kortaáskoranir og gerði ég fjögur kort í tvær af þeim.


1. áskorun var glimmeráskorun frá Svönu og gerði ég þessi tvö afmæliskort:Pp: hvítt karton og scrapbook walls.
Blómin: eru keypt í Odda og eru þau með lími beggja megin sem ég sáldraði glimmeri í.


Glimmer: Making memories.2. áskorun var áskorun frá Huldu P. Við áttum að skrapplifta þessu korti


Ég gerði tvö kort.Fyrra kortið er afmæliskort og fer í kortakassann til mömmu.

Pp: hvítt karton, bazzill, Amy Butler K&Co, embossaði pp lenti í cuttlebug.

Stimplar: fékk lánaðan í Ölver blöðrustimpilinn en Hamingjuóskir keypti ég í hóppöntuninni sem Eva Huld var með.

Seinna kortið er samúðarkort.


Pp: Bazzill olive þrjár gerðir, Amy Butler K&Co, embossaði pp lenti í Cuttlebug.

Krossinn gerði ég í tölvunni og prentaði út.

Áskorun Erlu RúnarErla Rún er með skrapplift áskorun inn á scrapbook.is. Þessi síða hér er fyrirmyndin:

En mín útgáfa er allt öðruvísi. Maður þarf jú ekki að nota allt og má breyta eins og maður vill. Fyrirmyndin er innblásturinn. Ég bætti við annarri síðu og bjó til opnu en svona er útkoman:

Mig langaði að setja ric rac borða í scalloped kantana en átti bara engan sem passaði við. Ég þarf nauðsynlega að eignast meira af dóti.
Pp: bazzill og scrapbook walls.
Titill: leturgerð George úr Cricut.
Blómin: Prima.
Stóra myndin er tekin af bekknum sem ég kenndi árin 2003 - 2006. Þarna eru þau í 4. bekk og er hún Eva Huld umsjónarkennarinn þeirra á þessum tíma. Eva Huld var svo almennileg að leyfa mér að stela smá stund með þeim á foreldrakvöld til að gefa þeim pokaalbúm sem ég gerði fyrir hvert og eitt þeirra. Á síðunni á móti eru myndir af krökkunum að skoða albúmin með foreldrum sínum. En ég skrifaði smá texta í kringum þær myndir.

Ölver - síðurnar

Ég gerði síður í albúmin þeirra Kolbrúnar Ýrar og Daníels.

Hér eru síðurnar hennar Kolbrúnar:
Fyrsta baðið:


Skírnin:


Mömmu- og pabbaknús:


Og svo síðurnar hans Daníels:

Veltir sér:Skírnin:


Síðurnar eru allar ótrúlega einfaldar eitthvað hjá mér. Ég komst eiginlega ekki almennilega í gírinn til að gera 12*12 síður svo að ég notaði tímann betur til að prófa eitthvað nýtt. Eins og t.d. cuttlebug vélina hennar Fríðu Matt, stimpla Jónu, Ingunnar og Hönnu Dóru og fékk góðar leiðbeiningar hjá Ingunni í embossinu.


Svo er líka svo langt síðan ferðalagið var að ég bara hreinilega man ekki hvað ég notaði í síðurnar.

Ölver - farangurinn

Ég er nú svoldið mikið sein að blogga um skrappferðina í Ölver en vildi hafa þetta hér með skrappinu mínu.

Ég pakkaði vel og vandlega fyrir ferðina og tók náttúrulega myndir af herlegheitunum.
Hér er allt dótið mitt, sorterað og komið í kassa.

Séð ofan í töskuna, sem er ansi stór. Ég hef litla rýmisskynjun og bjóst því við að koma þessu öllu fyrir hér en...


... það sem er hér við hliðina á töskunni fékk annan samastað því ekki fer ég að skilja eftir það mikilvægasta eins og pappírinn og nýju, flottu cricut vélina mína.

Ég reyndi að vera hagsýn og til að spara plássið keypti ég slatta af zip-lock pokum og sorteraði eftir litum borðana mína. Pokana setti ég síðan upp á hring til að þeir færu ekki út um allt.
Blómin min voru líka sorteruð eftir litum og sett í poka.Það tók frekar mikinn tíma að skipuleggja dótið svona en vá hvað ég held að ég græddi mikið á því til lengri tíma.

Ég hafði miklar áhyggjur af því hvort að þetta kæmist fyrir aftur á sunnudeginum, en ég þurfti þess sko alls ekki. Þetta smellpassaði.

þriðjudagur, 21. ágúst 2007

Lítið að gerast eða hvað?

Sumarið hefur verið illa nýtt í skrapp, þ.e.a.s. ég hef ekki skrappað margar 12" x 12" síður þar sem ég hef verið að gera annað skrapptengt. Ég skrappaði t.d. söngbækur fyrir leikskólann sem kveðjugjöf frá Kolbrúnu. Söngbækurnar voru harmonikkubækur og gerði ég eina fyrir vetrarlög, eina fyrir sumarlög, eina fyrir haustlög og svo eina fyrir jólalög. Vorlögin fléttast inn í vetrarlögin svo vorið fékk ekki sér bók. Ég var búin að komast að því hvaða lög eru sungin á leikskólanum og setti ég bara þau lög í bókina. Hver deild fékk síðan fjórar bækur en deildirnar eru 5. Bækurnar urðu því 20 talsins og ég var svo fegin að klára þær áður en Kolbrún Ýr hætti að ég bara steingleymdi að taka myndir. Þarf að fara upp í leikskóla og fá að stilla þeim upp. Ég fer þangað svo sem á hverjum degi að sækja Daníel Örn svo ekki ætti það að vera mikið mál.

Ég er líka búin að vera að skrappa í matreiðslubók mömmunnar en við erum 9 stelpur á scrapbook.is sem erum með swapp á uppskriftum. Ég skrappa sem sagt níu eintök af vikunni minni og fæ 8 vikur til baka. Vikan er vel skipulögð, innkaupalisti fremst fyrir alla vikuna og svo 7 uppskriftir. Ég er búin með 2 stykki en ég verð að skila þessu af mér eftir rúma viku. Það tekur ekki svo mikinn tíma að skrappa vikurnar nú þegar ég er búin að ákveða hvernig vikurnar eiga að vera. En ég þarf að fara að koma myndum inn svo að þetta verður að duga í bili.

miðvikudagur, 27. júní 2007

AfmælisgjöfinÞessa síðu gerði ég fyrir áskorun sem Hildur Ýr setti á skissubloggið sitt (linkur hér til hliðar ef þið viljið kíkja á skissurnar hennar).

Myndin er af Daníel opna afmælisgjöfina sína þegar hann varð tveggja ára og Kolbrún tók náttúrulega þátt í því. Síðan átti því að vera strákaleg en vildi samt tengja rauða litinn í kassanum utan af bílnum einhvern veginn. Blómin og blingið er sem sagt til þess. Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota svona staka bling steina og var það frekar mikil nákvæmnisvinna og erfið í þokkabót. Ég byrjaði á því að mæla út hvar steinarnir áttu að vera og setti síðan eina límdoppu undir hvern stein. Kemur ótrúlega flott út en það sést ekki almennilega á myndinni hér fyrir ofan. Steinarnir eru sem sagt rauðir í stíl við bílinn og blómin.

PP er frá K&Company, blómin eru prima, stimpillinn undir þeim er Fancy Pants, blingið fékk ég í Rak-i og titillinn er heimagert rub-on.